Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Látum ekki neyða okkur í ESB

Ég hef það á tilfinningunni að Samfylkingin sitji núna kollróleg og bíði eftir að allt fari til fjandans, til þess að koma í gegn einu aðalmarkmiði sínu, sem hún minntist þó ekki á í kosningabaráttunni.

Það er eins og það eigi að leyfa efnahagskerfinu að hrynja til þess að þjóðin hlaupi inn í Evrópusambandið án þess að hugsa um nokkuð annað en núverandi efnahagsvanda.

Auðlindir, bæði í jörð og sjó, verða aukaatriði sem og umræðan um það hvert Sambandsríkið ESB stefnir og hversu valdalaus við verðum innan þess.

 

Það að ganga inn í svona Sambandsríki eingöngu til þess að redda skammtímavandamáli er svona svipað að skrifa undir eilífðarleigusamning fyrir kjallaraíbúð af því maður er í tímabundnum húsnæðisvanda.

 

Ef við ætlum inn í ESB að þá verður að gera það undir aðstæðum þar sem hægt er að fjalla um allar afleiðingar þess, góðar og slæmar. Því eftir að við erum komin inn að þá förum við aldrei þaðan út aftur. 


mbl.is Tímabært að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV.IS taktu þetta þér til fyrirmyndar

Þetta hefur einmitt farið í taugarnar á mér hvað fréttavefir hafa litlar myndir við fréttirnar og hafa engan möguleika á að sjá stærri mynd. Sérstaklega þegarfréttastofan hefur haft fyrir því að búa til skýringarmynd með frétt sem síðan er ólæsileg á netinu.

Þess vegna á mbl.is hrós skilið fyrir þetta og ég skora á rúv.is að taka sér þetta til fyrirmyndar, Það sér enginn almennilega hvað er á mynd sem er 150 punktar á breidd. P.S.

P.S. Fyrstu myndavélasímarnir, sem voru hræðilegir, tóku myndir í upplausninni 320 × 240 en fljótlega komu símar þar sem upplausnin í myndavélinni var  640 × 480. Hvoru tveggja er hins vegar löngu orðið úrelt á sama tíma og fréttavefir nota enn margir enn minni upplausn.


mbl.is Stærri myndir á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfur lögbrjóta

firehydrantÁ vísi.is er haft eftir Sturlu eftirfarandi setning: "Yfirvöld geta ekki bara eyðilagt eigur þínar og sagt þér síðan að laga þær sjálfur, það er ekki að virka."

Hann neitar að taka við bílnum sínum fyrr en löggan er búin að gera við skemmdirnar og er þessi ganga í dag að hluta til til þess að vekja athygli á þessu óréttlæti sem lýsir sér að löggan vilji ekki gera við skemmdir sem hlutust að því að færa bíl hans.

Reyndar var lögreglan ítrekað búin að biðja um að bíllinn yrði færður, fyrst að bílstjórarnir gerðu það sjálfir, en seinna eftir að frestur til þess rann út, að lyklar að bílnum væru afhentir.

Þar sem Sturla kaus að hunsa þessi fyrirmæli lögreglu að þá er tjónið alfarið á hans ábyrgð og hrein og klár ósvífni að fara fram á að hið opinbera beri þetta tjón.

Ef eigendum bílanna er annt um þá, þá mæli ég með því að þeir noti þá ekki sem vopn þegar þeir stöðva umferð, valda almannahættu og tefja meðborgara sína.

 

Hins vegar vil ég hrósa Sturlu fyrir þessu friðsamlegu göngu núna. Hún er sannarlega breyting til batnaðar. Næsta skref er að finna betri málefni til þess að berjast fyrir


mbl.is Bílstjóri í mótmælagöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn greiði gerður

Mótmælendur hafa hvað eftir annað orðið sér og málstað sínum til skammar. Þeir eru með óljósar kröfur og aðgerðir sem beinast bara að samborgurum þeirra. Þeir neita að fara eftir fyrirmælum lögreglu og hunsa frest sem lögregla gefur þeim til þess að yfirgefa svæðið friðlega.

Þegar félagi þeirra ræðst á lögregluna að þá er hann hvattur áfram og einhverjir ætla að koma honum til hjálpar. Eftirá, gagnrýna þeir að lögregla hafi verið óblíðleg við hann. Og núna ætla þeir að kæra lögguna fyrir að hafa sýnt of mikla handtöku þegar þeir voru að veita mótþróa við handtöku.

 

Það má vel vera að löggan hafi í einhverjum tilvikum sýnt of mikla hörku, það mun hins vegar ekki hjálpa þeim neitt að grenja svona undan löggunni. Mótmælendurnir eru frumörsökin af öllum þessum látum og nú þegar löggan er hætt að beita þá vettlingatökum að þá verða þeir bara að taka því sem hverju öðru hundsbiti. 


mbl.is Íhuga að kæra lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn ættu að taka hana sér til fyrirmyndar

Ég trúi því ekki að Lára hafi bara verið að grínast þegar hún sagði þetta. Hins vegar var staðreynd að krakkarnir voru að henda eggjum í lögguna alveg án nokkurrar hvatningar.

Það eina sem ég held að hún hafi viljað hafa áhrif á var tímasetningin og það er ekki einu sinni vitað hvort hún hafi látið verða að því að reyna það.

 

Hún má hins vegar eiga það að hún tekur ábyrgð á þessum mistökum sínum, nokkuð sem ekki sést oft hér á landi og nánast alveg óþekkt meðal stjórnmálamanna. Ef hún hefði verið stjórnmálamaður þá hefði svarið líklega verið "Ég braut engin lög" og málið þar með búið.

 

Þetta var til fyrirmyndar hjá henni og ég óska henni velfarnaðar í framtíðinni.

 


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokið þá inni!

Ég á varla til orð eftir að hafa séð kvöldfréttirnar.

Ekki nóg með það að sé klappað þegar forsvarsmaðurinn ræðst á lögguna heldur eru menn þarna sem ætla að koma honum til bjargar þegar hinar löggurnar eru að reyna að ná honum af löggunni sem hann réðst á.

Og svo á eftir virðist Sturla hafa helst áhyggjur af forasvarsmanni sínum, sem hann þekkir auðvitað ekki neitt þó hann þekki sjúkrasögu hans.

Það lítur helst út fyrir að þarna séu eintómir fantar á fer sem finnst allt í lagi að beita ofbeldi, hvort sem það er með því að nota trukkana sína eða með hnefunum eins og í dag.

 

Svona framkomu á einfaldlega ekki að líðast. 


Hver er krafan?

Ég á í stökustu erfiðleikum með að átta mig á því hverjar kröfur mótmælenda eru nákvæmlega.

Umræðan er farin að snúast of mikið um það hver kastaði fyrsta steininum og kröfurnar hafa gleymst, ef þær voru þá einhverntíman ljósar. 

Hverjir eru að mótmæla? 

Gott væri að fá það á hreint hverjir eru að mótmæla. Það er mikið talað um atvinnubílstjóra en ég skil það orð þannig að það eigi við alla þá sem vinna við að keyra, á meðan þeir sem eru sem mest eru að mótmæla eru þeir sem eiga, reka og keyra sína eigin vöru- og flutningabíla. Semsagt sjálfstæðir atvinnurekendur, ekki almennir launamenn.

 

Eldsneytisverðið 

Þeir hafa reynt að fá almenning með sér með því að segjast vera að mótmæla háu eldsneytisverði. Vissulega er eldsneytisverðið ægilega hátt en er það ríkinu að kenna?

Aldrei þessu vant að þá er bensínverðið 10-20 krónum dýrara í Danmörku en á Íslandi. Reyndar er Olían þar á svipuðu verði og bensínið þannig að þar munar ekki eins miklu.

Olíu- og bensíngjaldið er föst krónutala þannig að hlutur ríkisins fer lækkandi af verði eldsneytislítrans og rýrnar að raunvirði í verðbólgunni.

Vaskurinn hækkar vissulega með hækkandi verði því hann er fast hlutfall en varla er verið að mótmæla honum því mótmælendurnir fá hann endurgreiddan.

 

Lítum þá betur á olíu- og bensíngjaldið. Ríkið getur vissulega lækkað þetta en hvers vegna ætti það að gera það þegar hlutfall þeirra hefur verið að falla.

Ef þetta verður lækkað að þá hverfur hvatinn fyrir því kaupa frekar sparneytnari bíla, hjóla í vinnuna eða sameina ferðir. Þjóðin kaupir meiri olíu, viðskiptahallinn verður meiri og ríkið tekur peningana inn með öðrum leiðum.

Ef ríkið hefur tækifæri til þess að lækka skatta að þá ætti frekar t.d. að hækka skattleysismörkin eða fella niður stimpilgjöld.

Einu kröfurnar varðandi eldsneytisverð sem "meika sens" sem ég sé væri að breyta gjöldunum þannig að díselolían væri ódýrari en bensínið, þar sem díselbílar eyða minna eldsneyti og því væri þar hvati til að eiga díselbíl. Þetta er raunhæf krafa sem hefði verið hægt að ná í gegn ef það væri sett áhersla á hana og réttum aðferðum beitt.

 

Kílómetragjald

Það hefur líka eitthvað aðeins verið minnst á kílómetragjald. Það getur verið að það gjald sé mikið að plaga þessa mótmælendur, en þá skulu þeir sleppa því að segjast vera að mótmæla fyrir almenning.

Svo eru líka mjög góð rök fyrir því að þeir borgi fyrir hið gífurlega slit sem bílar þeirra valda vegakerfinu.

 

Lög um hvíldartíma

Ég hef það á tilfinningunni að helsta krafa mótmælendanna sé að fá að keyra þreyttir. Þannig kemur það allavega út þegar það er verið að krefjast þess að sektir séu látnar detta niður og lögin um hvíld ökumanna bara felld úr gildi í heild sinni.

Ef þið fenguð þá kröfu í gegn að þá veit ég að þá fenguð þið sjá fólk taka sig saman og mótmæla, á móti ykkur. Ég mundi fara þar fremstur og stoppa hvern þann flutningabíl sem ég sæi.

Þreyta og einbeitingarleysi er ein af aðalorsökum umferðaslysa og þegar svona trukkur á í hlut að þá er öruggt að umferðarslysið verður mun verra en ella.  Og ef það er talið nauðsynlegt að ökumenn stórra bíla hvíli sig frá akstri inn á milli þar sem þeir eru að keyra í Evrópu á góðum, breiðum hraðbrautum með akstursstefnurnar vel aðskildar, að þá er ekki síður þörf á því þegar keyrt er um mjóa íslenska vegi í gegnum blindbeygjur og yfir einbreiðar brýr.

Og í Evrópu er þetta ekki bara fyrir þá sem keyra á hraðbrautum á milli landa. Rúturnar í Danmörku keyra margar aðallega um sveitavegina, sem eru svipaðir og góðir íslenskir vegir. Og á þeim leiðum skipta þeir reglulega um bílstjóra yfir daginn.

 

Það er sjálfsagt að kanna aðlögun á lögunum, en þó skilst mér að það sé ákveðinn sveigjanleiki í lögunum þannig að hægt sé að stoppa fyrr, oftar og þá styttra í einu. Og þó svo þótt það sé leyfilegt að keyra í allt að fjóra og hálfan tíma að þá er það alls ekki lágmarks tími.

Ef þú vilt ekki fá sekt að þá planar þú það þannig að þú hafir upp á  eitthvað að hlaupa.

 

Og varðandi dæmið fræga með að stoppa á Holtavörðuheiðinni til þess að ná til Austfjarða á einum degi.
Hve hátt hlutfall þeirra sem taka hvað virkastan þátt í mótmælunum eru dags daglega í langferðum eftir endilöngu landinu?
Mér sýnist nefnilega á fréttamyndunum að flestir mótmælendanna séu á vörubílum sem eru þá notaðir aðallega í jarðvegsflutninga á og við höfuðborgarsvæðið.

 

Hvíldarstæði

Ég skil hvað best kröfuna um góð hvíldarstæði. Ég skil þá bílstjóra sem vilja hvíldarstæði í stíl við þau sem eru í Evrópu.

Ég væri líka til í hraðbrautirnar sem liggja á milli þeirra. En ég er hins vegar ekki að búast við því á Íslandi núna á næstunni.

Þetta er skiljanleg krafa, en af hverju á ríkið sjá um að búa til og reka flott hvíldarstæði á 30 km fresti þegar það eru ennþá stórhættulega einbreiðar brýr á vegum landsins?

Ég hef nokkru sinnum ferðast með rútu á milli landa í Evrópu og þá fer bílstjórinn að sjálfsögðu eftir hvíldarreglunum. En aldrei stoppa þeir á þessum útskotum við vegina. Þau eru líklega meira notuð af fjölskyldufólki sem borðar þar sína "madpakke".

Rúturnar stoppa venjulega við einkarekin hvíldarpláss þar sem venjulega er rándýr veitingastaður, rándýr sjoppa og það kostar að fara á klósettið.

Hér heima er svo sem allt rándýrt en ef það er opin sjoppa þá kemst maður í það minnsta á klósettið frítt.

En ef það er ekki forsenda fyrir því að hafa staðina opna að þá verða flutningsfyrirtækin líklega að taka sig saman og koma upp aðstæðum fyrir bílstjórana. Eða eigum við kannski að hafa ríkisreknar sjoppur um allt land?

 

Hver er krafan?

Er ekki kominn tími til þess að það komi frá mótmælendunum skýrt hverjar kröfurnar eru, rökstuðning fyrir þeim og hverjir eigi að verða við þeim.

Og setjið nú fram raunhæf markmið.

Það eina sem ég sé sem er eftir hjá ykkur, sem hægt er að fallast á, eru tilfæringar á olíugjaldinu og hugsanlega smá útfærslubreytingar á hvíldarreglunum.

Hins vegar, ef ofbeldið heldur áfram, að þá getið þið gleymt þessu. 

 


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver klappaði?

Vísir sýnir myndband af því þegar ráðist er á lögguna, og þegar það gerist að þá heyrist einhver hrópa Já! Já! Já!, og klappa með.

Ef vörubílstjórar ætla að sverja árásarmanninn að þá er eins gott að þeir hafi ekki heldur verið þarna eða hvetja eða fagna með honum.

 


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegur maður

Alveg óháð því hvað hefur gerst áður með táragasið að þá er þarna greinilega um stórhættulegan mann að ræða.

Ef ég hefði kastað grjóti að þá hefði líklega tilviljun ráðið því í hvern ég hitti og hvort ég mundi hitta í höfuð herðar eða tær. En á myndunum þarna sést að maðurinn hittir eina lögguna með úðabrúasann beint í hausinn og talar síðan um það við moggann að hann hafi þarna verið að nýta sér handboltakunnáttu sína.

Það er því að heyra að hann hafi þarna beinlínis verið að miða á haus löggunnar.

 

Ég vona það bara að hann þekkist af myndunum og verði settur í grjótið. 


mbl.is Grjótkastari segir lögreglu hafa sýnt valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur eða forvitni

Atvinnubílstjórar hafa í öllum sínum aðgerðum talað um að almenningur standi með þeim og núna í þessu stríðsástandi við Suðurlandsveg tala þeir um að mikil fjöldi almennings hafi komið til þess að styðja þá.

Ég held hins vegar að sá stuðningur sem þeir höfðu í upphafi hafi að mestu gufað upp eftir að það kom í ljós að aðalkrafan sé að fá að keyra þreyttir.

Ekki bætti að þeir voru að skapa stór hættu með þessum lokunum.

 

Að núna skuli hafa hópast að forvitið fólk, og unglingar sem nota kjörið tækifæri til þess að fá að kasta eggjum í lögguna, flokkast ekki sem neinn stuðningur við þá.

 

Það hefur hins vegar verið frekar óhuggulegt að horfa á harðar aðgerðir lögreglu, en ég held að löggan hafi ekki getað látið þetta viðgangast lengur. 


mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband