Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Af hverju ekki íbúakosning með ZERO hótunum?

Undanfarið hefur málflutningur stjórnenda Alcan stöðugt farið á lægra stig og þó hélt maður að það væri ekki hægt að fara á mikið lægra stig en að reyna að múta Hafnfirðingum með geisladiskum.

En fyrst það virkaði ekki á þá þá hafa þeir neyðst til þess að nota övæntingafullar aðferðir.

Ein þeirra er að oftelja þann gróða sem Hafnfirðingar hefðu af stækkuðu álveri m.a. með því að telja með útsvar þeirra Hafnfirðinga sem hugsanlega færu að vinna í stærra álveri.
Heldur Rannveig að þessir Hafnfirðingar sitji bara heima hjá sér í dag og geri ekki neitt. Nei, þessir hugsanlegu starfsmenn eru að borga útsvar til Hafnarfjarðar í dag, hvort sem þeir vinna í sínum heimabæ eða út á Seltjarnarnesi.

Svo liggur kostnaður við stækkun bara á milli hluta, eins og lækkun fasteignarverðs í Hafnarfirði, aukin þennsla, verðbólga og þá um leið hækkunn á höfuðstól allra íbúðarlána.

IBUAKOSNING Enn verra er það síðan þegar settar eru fram grímulausar hótanir um að pakkað verði saman ef ekki verður leyft að stækka álverið upp í hið stærsta í Evrópu. Með þessari hótun er verið að hræða starfmenn til þess berjast fyrir stækkuninni, því annars verði þeim hennt út og búllunni lokað.

 

Það hefur hinsvegar enginn getað svarað því hvers vegna álver sem fyrir nokkrum vikum sagðist á vefsíðu sinni ekki ætla að loka þrátt fyrir að stækkun fengist ekki samþykkt vegna þess að allt gengi svo vel, er allt í einu orðið ósamkeppnishæft og muni því loka ef það fær ekki að vera stærsta álver í Evrópu.

Enginn hefur heldur getað svarað því hvers vegna sama fyrirtæki getur byggt nýtt álver á Húsavík í svipaðri stærð en getur ekki endurnýjað tækjabúnað hérna fyrir sunnan þar sem er starfandi álver og mannauður er slíkur að það er auglýst í öllum helstu miðlum.

 

Ég vona að Hafnfirðingar kynni sér málin vel og skoði allar hliðar, hag sinn, bæjarsins, íbúa við Þjórsá en einnig hag landsmanna allra.


mbl.is Íbúar við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æskilegar og óæskilegar heimasíður

Mér finnst það nú ansi athugavert að framhaldsskóli ákveði fyrir nemendur sína hvað sé æskilegt efni og hvað ekki og hvaða afþreyingu má stunda og hverja ekki, sérstaklega þar sem heimavistin er heimili í raun nemendanna.

Netleikir er ekki bara af hinu slæma og oftast eru það félagar sem eru að spila saman og á meðan að hafa samskipti sín á milli. En þeir sem fara í heimavist fá ekki að taka þátt.
Einnig veit ég ekki til þess að sprengjugerð framhaldsskólanema hafi verið eitthvað vandamál þó þeir hafi haft óritskoðaðan aðgang að netinu.

 Svona síur eru alltaf ónákvæmar og ekki ósennilegt að þær loki einnig á allt fræðsluefni um "Big Bang"

Auðvitað er það slæmt ef nemendur eru ekki að sinna náminu vegna tölvufíknar en það þarf önnur úrræði gegn því. Tölvufíklar finna sér alltaf leið framhjá eins og aðrir fíklar og svo hafa ófáir fallið á önn án nettengingar.


mbl.is Reyna að stemma stigu við netleikjum á heimavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki?

zero


Einskisnýt persónuvernd

Nú hafa starfsmenn Alcan verið duglegir að srká niður skoðanir Hafnfirðinga undanfarnar vikur. Persónuvernd var látin kanna málið en fékk ekki viðunandi skýringar á þessari skráningu. Hún ákvað því að fara sjálf að rannsaka gögnin. Gott hjá henni.

Ég er hins vegar ekki að fatta hvaða gagn á að vera af þessari rannsókn þegar aðilinn sem grunaður er um brot fær fimm daga frest þar til farið er til hans til þess að sjá hvaða upplýsingum hann hefur safnað.
Og ekki nóg með það, þegar loksins er búið að kanna gögnin að þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu fyrr en eftir kosningarnar.

Hvaða gagn er eiginlega af Persónuvernd í þessu tilfelli?

Ætli Alcan fái svohljóðandi úrskurð á mánudaginn:

Skamm, Skamm.
Þið voruð víst að skrá niður skoðanir Hafnfirðinga og það er bannað.

P.S: Til hamingju með stækkunina

Kær kveðja,
Persónuvernd


Stopp þýðir afturför

Það er alveg rétt hjá þeim sem núna hrópa í öllum fjölmiðlun að stopp þýðir afturför.

Þegar álæðið verður stoppað að þá munu önnur lönd sigla fram úr okkur á sviði álframleiðslu, sem skiptir reyndar voða litlu máli. Það sem skiptir hins vegar meira máli þau neikvæðu áhrif sem álæðið hefur haft munu einnig byrja að síga til baka. Þar á ég við þennsluna og svo hemillinn sem stóriðjustefnan hefur verið á uppbyggingu hátækniiðnaðarins.

Í dag er stopp á hátækninni, allir sjóðir tómir og menntakerfið lélegt og við horfum á aðrar þjóðir sigla fram úr okkur.

Er ekki kominn tími til að setja stopp á stóriðjuna og grænt ljós á hátæknina?


mbl.is Ísland missir stöðu sína í rafrænni færni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað mun það kosta borgina í þetta skiptið?

Villi hlýtur að ganga strax í að kaupa Háspennu burt frá Hlemmi á uppsprengdu verði og bæta við einni tugmiljóna lóð í kaupæti. Þ.e.a.s. ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér.

 Eða er það kannski þannig að hann pungi bara út þegar það tengist hans eigin hverfi?

 Verst er að Háskólinn skuli hafa einkaleyfi fyrir þessum kössum, annars hefði maður auðvitað keypt sér húsnæði nálægt Gerðubergi og auglýst svo rækilegar fyriráætlanir um að opna spilahöll.


mbl.is Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð sem ber ekki virðingu fyrir landinu sínu...

Þjóð sem ber ekki virðingu fyrir landinu sínu á það ekki skilið að borin sé virðing fyrir þjóðsöng hennar.

Það er vonandi að þessi söngur Spaugstofumanna nái að vekja þann hluta þjóðarinnar sem enn er grár.


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreditríkisstjórnin

Þessa dagana er ríkisstjórnin að keppast við að gefa út loforð í allar áttir. Nú eru loforð ekki slæm í sjálfu sér en það má eiginlega líkja þeim við að borga með kreditkorti, því hægt er að kynna loforðið í dag með flottum fréttamannafundi en svo þarf ekki að efna það fyrr en eitthverntíman seinna.
Aðalmunurinn er kannski sá að Vísareikningana þarf maður að borga en loforðin eiga það til að gleymast.

Ástæða fyrir þessari loforðabylgju er auðvitað sú að nú er komið nýtt kortatímabil og reikningurinn kemur ekki fyrr en eftir fjögur ár og jafnvel kannski til eitthverra annara aðila. Ekki slæmt það.

Eitt flottasta loforðið er samgönguátlun sem slær öll fyrri met (þó að enn sé höfuðborgarsvæðið útundan) og mælir fyrir um göng í gegnum hvern hól og hraðbraut hálfa leið í kringum landið.

Og einmitt í samgönguáætluninni kom fyrir annað fyrirbrigði sem maður þekkir í smærri mynd frá fjármálum heimilanna: Nefnilega þegar Samgönguráðherra var spurður hvort peningar væru til í þetta að þá svaraði hann að þetta yrði að hluta til fjármagnað með einkaframkvæmd.
Einkaframkvæmdin mun því virka svipað og raðgreiðslur hjá fjölskyldum sem "þurfa" nýtt heimabíókerfi en hafa bara ekki efni á því.
Flestir reyna þó að takmarka það sem tekið er á raðgreiðslur því þeir vita vel að maður hefur borgað vel umfram kaupverð vörunnar þegar upp er staðið.

 

Það má búast við því að kortanotkunin aukist enn þegar nær dregur kosningum og spurning hvort það verði eitthvað eftir að gera fyrir næstu ríkisstjórn.
En sem betur fer eru flest loforðin góð og þörf. Svo góð að maður veltir því fyrir sér af hverju þau voru ekki framkvæmd fyrr á 12 ára valdatímabili ríkisstjórnarinnar.


Prufuflug eftir næstu helgi

 

Ómar Ragnarsson hefur lýst smíði framboðs við smíði flugvéla.
Nú er komið fram að vélin er að verða tilbúin og að farið verði í prufuflug eftir næstu helgi. Ómar ætti að vita það að flugtakið skiptir megin máli ef vélin á að haldast á lofti.

Eftirvæntingin hefur verið töluverð eftir þessu framboði og margir beðið lengi eftir fréttum af því. Þess vegna held ég að kynningin, eða prufuflugið, skipti mjög miklu máli, ef framboðið stenst ekki þær væntingar sem hafa byggst upp að þá er von á brotlendingu. Einnig þarf að passa að vélin fljúgi ekki mikið til vinstri því þá mun það lítið fjölga grænum þingmönnum en Ómar hefur ítrekað sagt það vera tilganginn.

 

En ég ætla að leyfa mér að óska grænum hægrimönnum fyrirfram til hamingju með valmöguleikann.
Nú geta þeir hætt að reyna að sletta grænni málingu á sjálfstæðisfálkann, græni liturinn mun nefnilega alltaf flagna af honum.


Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband