Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Mótmælendur ógn við samfélagið og vísað úr landi. Ökuníðingar missa prófið í 3 mánuði

Hvernig getur það passað að mótmælendur sem klifra upp í krana eru dæmdir fyrir að leggja fólk í lífshættu og reynt að vísa þeim úr landi en þeir sem keyra tæplega 100km yfir hámarkshraða missa bara prófið í þrjá mánuði.

Ég vil miklu frekar mótmælanda uppi í hvern krana en að mæta svona brjálæðingi í myrkri.

Af hverju er ekki einfaldlega ævilöng svipting fyrir svona manndrápstilraun? Það er ekki eins og hann hafi óvart farið yfir hámarkshraðann þegar hann leit rétt aðeins af hraðamælinum. Það setur viljandi sig, farþega og samferðamenn í lífshættu. Því er ljóst að það hefur ekkert að gera með bílpróf.


mbl.is Á 186 km hraða á Jökuldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of gott til þess að vera satt

Nú er víst búið að staðfesta Kimi sem heimsmeistara og úrskurða að engin refsing verði fyrir og kalt bensín.

Enda hljómaði þetta of gott til að vera satt: Hammilton heimsmeistari eftir að McLaren hefur klúðrar tveimur síðustu mótunum bara út af bensíni eitthverra sem hafa aldrei verið í toppslagnum.

En Kimi á þetta alveg skilið eftir að hafa svo oft næstum því orðið heimsmeistari. Verst er bara að hann færir Ferrari titilinn.

Hamilton er búinn að koma virkilega á óvart og hefur staðið undir (næstum) öllum væntingum. Svo virðist hann líka vera léttari/skemmtilegri persónuleiki en Kimi og Alonso.

Þetta er annars búið að vera eitt besta keppnistímabilið (fyrir utan dómsruglið) frá því ég byrjaði að fylgjast með forúlunni og gat varla verið jafnara.


mbl.is Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing þess að lög voru sett á kennara

Manni finnst eins og kennarar hafi endalaust kvartað yfir lágum launum og þrátt fyrir verkföll og eilífða baráttu hefur lítið breyst. Samt hafa kennarar alltaf trúað því að launin verði leiðrétt.

Allt þar til lögin voru sett á þá 2004. Þá held ég að þeir hafi gefist upp og ákveðið að finna sér eitthvað annað að gera við fyrsta hentugleika.

Því eru aðallega þrír hópar eftir við kennslu i dag:

  • Hugsjónarfólk sem finnst starfið svo mikilvægt og leggur jafnvel meira í starfið en af þeim er krafist. Hins vegar gefast flestir upp á endanum.
  • Eldri kennarar sem hafa ákveðið að þrauka út þar til þeir komast á eftirlaun í stað þess að finna sér eitthvað nýtt að gera.
  • Kennarar sem eru svo slakir starfskraftar að þeir fá ekki vinnu annarsstaðar.

Ég spái því að það muni fækka fljótt í fyrstu tveim hópunum, sem eru góðar fréttir fyrir þriðja hópinn en slæmar fyrir alla aðra.


mbl.is Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símaframleiðendur reikna endingartímann í vikum

Fyrir mörgum árum gerði Nokia þau mistök að hanna góðan síma sem hefði vel getað staðist þessa 5 ára reglu. Síminn var geysilega vinsæll og annar hver farsímanotandi átti Nokia 5110.

Vandamálið var hins vegar að neytendur höfðu enga þörf til þess að kaupa nýjan síma. Þessi sími bilaði ekki og meira að segja hélt batteríið í viku.

Minn sími datt nokkru sinnum á gólfið, datt einu sinni úr vasanum og niður á gangstéttina þegar ég var á hlaupum. Einu sinni lennti hann milli falsins og bílhurðar og ég skellti hvað eftir annað á hann því ég var ekki að fatta af hverju bílhurðin vildi ekki lokast og einu sinni keyrði ég yfir óvart yfir hann, og ég veit að dekkið fór ekki framhjá símanum því ég sá farið eftir naglana í yfirborðinu á battaeríinu.

En þrátt fyrir þessa misnotkun að þá virkaði síminn áfram og eina ástæðan fyrir því að ég keypti nýjan var að símafyrirtækið mitt gerði kröfu um að síminn studdi eitthvað nýtt tíðnisvið.

En síminn sem ég fékk mér fór þrisvar í viðgerð á ábyrgðartímanum.

 

Í dag gera farsímafyrirtækin ekki sömu mistökin. Nú reikna þeir endingartímann með viku nákvæmni og nýjir símar eru hannaðir þannig að um 75% þeirra bila innan tveggja ára. (Oft eru símar orðnir leiðinlegir miklu fyrr þó þeir virki enn.)
Meirihlutinn af þessum 25% hafa týnt ábyrgðarskirteyninu eða vantar afsökun til þess að kaupa nýjan síma. Sérstaklega því batteríið er fyrir löngu farið að gefa sig, en það er víst bara 6 mánaða ábyrgð á því.

Þetta er bara business. Farsímaframleiðendur græða meira á því að selja síma sem bila fljótt en góða síma sem endast.

 Þetta breytist líklega ekkert, nema kannski ef sett verða eitthver lög um lengri ábyrgðartíma, þó ekki endilega.

 

Varðandi kostnaðinn, að þá mundu framleiðendur líklega vilja hækka verð eitthvað, ekki vegna þess að það kostar meira að framleiða síma sem endast, heldur vegna minni sölu.

Ég held hins vegar að það sé það mikil samkeppni á þessum markaði að þeir kæmust ekki upp með mikla hækkun.


mbl.is Fimm ára kvörtunarregla gildi um GSM-síma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það vitlausa ISDN loforð ríkisstjórnarinnar sem er verið að borga þarna?

Löngu eftir að ljóst var að ISDN tæknin væri orðin úreld og óhagkvæm að þá lofaði ríkisstjórnin (með Sturlu að mig minnir í broddi fylkingar) að hvert heimili í hverri sveit fengi kost á þannig tengingu.

Ekki bara er nú að koma í ljós 163 milljóna bakreikningur heldur er ljóst að Síminn hefur lagt aðal áhersluna á þessa úreldu tækni að ósk ríkisstjórnarinnar en látið nýrri og haghvæmari tækni sitja á hakanum.

Auk þess má sjá á fréttinn að við erum heppin að reikningurinn er ekki ennþá hærri, þar sem Síminn sótti og seint um.

Þegar umrætt loforð var gefið þá var bent á að þessi tækni væri þegar orðið úreld. En núna stendur landsbyggðin eftir með lélega en rándýra þjónustu og að sjálfsögðu tekur enginn stjórnmálamaður ábyrgð á þessu.


mbl.is Síminn fær 163 milljónir úr jöfnunarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er hliðrænt?

Fyrir daga USB tengja töluðu tölvunerðir um parallel port og serial port.

Þegar ég sé þetta orð "hliðrænt" þá dettur mér helst í hug að það eigi að þýða parallel.

Af efni fréttarinnar má hins vegar sjá að líklega er átt við analog sjónvarpsmerki. Ég veit svo sem ekki hvað á að kalla það á íslensku en orðið hliðrænt er á angan hátt lýsandi orð.

Hvaða sjáið þið eiginlega úr þessu orði? Berst sjónvarpsmerkið einhvernveginn á hlið, eða er tengið á hlið sjónvarpsins, þarf maður kannski grindarhlið til þess að ná merkinu eða er því rænt frá hlið.

 Ég lýsi hér með eftir betra orði. Kannski er það til en bara dottið úr hausnum á mér.


mbl.is Slökkt á fyrstu hliðrænu sjónvarpssendunum í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef GM hefur rétt fyrir sér, þá þýðir það að gerðir Sjálfstæðisflokksins hefðu kostað borgarbúa tugi milljarða

Gísli Marteinn kaupir það greinilega að verðmæti REI muni aukast gríðarlega. Og hann segir að Björn Ingi hafi viljað þennan samruma svo að eigendur 1% í REI mundu græða milljarða.

En ef þeir hefðu grætt miljarða á þessu að þá hefðu borgarbúar tugi milljarða á sama tíma. Er það það sem Sjálfstæðisflokkurinn er raunverulega á móti? Er það þess vegna sem þeir vildu selja áður en borgarbúar fengu nokkurn arð af þeirri þekkingu sem hefur orðið til innan OR?

 

Sjálfstæðismenn töluðu mikið um það á borgarstjórnarfundinum að þeir hefðu náð fullum sáttum innan síns flokks eftir að Vilhjálmur hafði algjörlega brugðist þeim. En í hverju lá þessi sátt. Jú einmitt að REI væri selt í skyndi. Hvar stæðum við nú ef það hefði orðið niðurstaðan?


mbl.is Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

YES, MAYOR

Yes, MayorÉg get ekki gert að því en Vilhjálmur er alltaf að minna mig meira og meira á James Hacker úr þáttunum Yes, Prime Minister.

Einhverjir klókir embættismenn virðast hafa platað hann til þess að samþykkja samninga sem hann ætlaði aldrei að samþykkja.

Hann samþykkti óvart kaupréttarsamninga en er löglega afsakaður þar því hann sá aldrei formlegan lista með nöfnum og upphæðum. Hann gerði sem sagt ekkert rangt því hann vissi ekki nákvæmlega hverjir máttu kaupa.

Svo samþykkti hann líka 20 ára samning sem Þórbjörg Helga borgarfulltrúi segir að sé nánast sala á Orkuveitunni.
En aftur eru það klóku embættismennirnir sem sögðu honum ekki hvað var í samningnum og höfðu líka samninginn á ensku, svo hann gæti ekki skilið hann.

En svo kemur í ljós að embættismennirnir voru búnir að segja Villa frá þessu og leggja fram minnisblaðið sem Villi fékk frá þeim. En Villi man bara ekkert eftir að hafa séð það.

 Sir Humphrey Appleby hefur líklega sett minnisblaðið aftarlega í þykkan blaðabunka aftur.

Það er samt tvennt sem er ólíkt með Villa og James Hacker. Í þáttunum þá var James alltaf reddað fyrir horn af Humphrey á meðan embættismennirnir hans Villa kalla hann nánast lygara. Og svo mundi James Hacker aldrei nokkurn tíman kenna Humphrey um slæmar ákvarðanir opinberlega, því þar með væri hann að opinbera vanhæfi sitt til þess að sinna starfi sínu.

 .


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja hluthafar ekki endilega að OR selji sinn hlut? Framsókn á 1%, hvað á Brunaútsöluflokkurinn mikið?

Ég er ekki alveg að fatta rökin hjá Sjálfstæðismönnum.

Ef ég ætti hlut í REI að þá vildi ég ekkert frekar en að Orkuveitan seldi sinn hlut á meðan gengið er lágt, svo ég gæti nýtt mér forkaupsrétt.

Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur vildu halda hlutnum. Sjálfstæðisflokkurinn vildi selja í flýti á brunaútsölu.

Ef það á að kanna tengsl eitthvers við hluthafa þá eru það tengsl Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Áhrifamenn í Framsókn hluthafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um valdarán í lýðræðissamfélagi, vilji fólksins og ólýðræðisleg vinnubrögð

Í morgun var viðtal við Hönnu Birnu á Morgunvaktinni þar sem hún sagði að henni liði eins framið hefði verið valdarán í lýðræðissamfélagi og sakaði Björn Inga um ólýðræðisleg vinnubrögð.

Hanna Birna hefur rétt fyrir sér með það að það var framið valdarán í borginni. Það var bara ekki í gær heldur vorið 2006.

Þá áttu Sjálfstæðismenn í viðræðum við Frjálslynda um meirihlutasamstarf sem hafði á bak við sig rétt rúmlega meirihluta atkvæði borgarbúa. Sjálfstæðismenn fóru hins vegar á bak við Frjálslynda flokkinn og sömdu við Framsókn en þeir flokkar höfðu minnihluta atkvæði borgarbúa á bak við sig þó að þeir næðu saman 8 borgarfulltrúum. Sagan segir að skipunin um þetta samstarf hafi komið úr ríkisstjórninni.

Þarna var greinilega gengið gengið gegn vilja borgarbúa og jafnvel hægt að tala um valdarán.

Síðan gerist það að ósætti skapast milli borgarstjóra og annarra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Mikið er fundað, meðal annars með forsætisráðherra.
Sjálfstæðismenn leysa málið loksins þannig að best sé bara að selja á brunaútsölu það sem olli deilunum og ákveða að það skuli gert.

Þeir gleymdu bara því að þeir eru bara með 7 borgarfulltrúa en kynna samt þessa áætlun almenningi áður en kannað er hvað 8 maðurinn í meirihlutanum vill gera.

Þetta mætti kalla tilraun til annars valdaráns, að ætla að þvinga samstarfsflokkinn til þess að hlýða með því bara að tilkynna það sem fyrirfram.

Það er hins vegar þarna sem lýðræðið loksins sigrar því þarna færi þessi sami fulltrúi nóg og fer í samstarf með hinum raunverulega meirihluta.

Þess vegna er það að ef völdunum var rænt í gær að þá var það til þess að færa valdið aftur í hendur fólksins, meirihluta borgarbúa. Persónulega finnst mér það vera það lýðræðislegasta sem Björn Ingi hefur afrekað á sínum pólitíska ferli.


mbl.is Björn Ingi: Þreifingar fóru fram af hálfu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband