Leita í fréttum mbl.is

Blindi skipstjórinn

Mikið er ég orðinn leiður á aumingjaskapnum í þessari ríkisstjórn okkar. Hún virðist engan veginn vera hæf til að taka á málunum, stoppa frjálst fall krónunnar og koma á vaxtastigi sem fyrirtæki geta búið við.

Það eina sem kemur frá forsætisráherranum er að hann voni "að botninum sé náð" en að þetta sé nú allt saman aðstæðum erlendis frá um að kenna.

Þó það sé rétt að það séu erfiðleikar um allan heima að þá er það okkur sjálfum að kenna að hún kemur svona sérstaklega illa við íslenskt efnahagslíf.

Síðastliðin ár hafa margir reynt að benda á þjóðin er skuldsett langt yfir haus en Geir hefur þá verið duglegur að tala um kaupmáttaraukningu þjóðarinnar sem var að sjálfsögðu honum að þakka.

95% skuldsettir bankar voru bara hið besta mál, því stjórarnir þar borguðu sjálfum sér svo vel að þeir áttu í vandræðum með því að eyða því.

Himinhár viðskiptahalli og heimsmet í stýrivöxtum voru líka í fínu lagi því kaupmátturinn var svo fínn, og algjörlega fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.

Nú þegar sú kaupmáttaraukning síðustu ára hverfur á nokkrum vikum og mánuðum þá getur Geir ekkert gert nema vonað að þetta fari nú að lagast.

 

Ég skora á þessa stjórn hætta þessum aumingjaskap og reyna að standa undir nafni, þ.e.a.s. að stjórna. Setjið fram alvöru markmið, t.d. gengisvísitöluna undir 170 stig fyrir áramót og verðbólgu undir 10%. Og svo að standa við það eða sæta ábyrgð ella.

 

Ef heimsmarkaðurinn á að fá traust á Íslandi að þá þarf ríkisstjórnin að fara að sýna lit, taka á málunum og síðast en ekki síst að gefa það út að hún muni sæta ábyrgð ef ekki tekst að ná stjórn á efnahagsmálum.

Það mun hins vegar enginn treysta blindum skipstjóra sem bara vonar að hann sé á réttri leið.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég vona að þessi ríkisstjórn reyni ekki að standa undir nafni heldur hypji sig út í hafsauga og taki aðalfíflið úr Bleðlabankanum með sér.

corvus corax, 2.10.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Ingólfur

Já það væri kannski best, en það er lítil von til þess.

En ef þeir vilja vera við stjórn að þá eigum við að geta gert þá kröfu á þá að þeir setji sér markmið og standi við þau.

Ingólfur, 2.10.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband