Leita í fréttum mbl.is

"Tvíhliða" upptaka Evru án ESB aðildar

Þessar vikurnar er mikið verið að tala niður möguleikann á einhliða upptöku Evrunnar, líklega er þetta gert til þess að fólk sjái síður að stækkandi hluti fyrirtækja og almennings er þegar búinn að taka upp Evru einhliða.

Þetta gengur auðvitað ekki til lengdar og annað hvort þarf að tryggja nothæfi krónunnar eða að finna annan gjaldmiðil.

Mér sýnist helst takast á tveir andstæðir hópar. Annar hópurinn eru ESB sinnar sem vilja nota gjaldmiðilinn sem afsökun fyrir inngöngu í sambandsríkið aðeins á forsendum gjaldmiðilsins án þess að fólk taki afstöðu til alls annars sem það mundi hafa í för með sér. Þess vegna er horft framhjá möguleikanum á að taka upp evru án ESB aðildar.

Hinn hópurinn er á móti ESB aðild og vill fyrir alla muni halda í krónuna. Fyrir þennan hóp er andstaðan við ESB sem heldur lífi í krónunni og því vilja þeir alls ekki skoða möguleika án ESB aðildar, því ef það væri hægt að þá missa þeir aðal rökin gegn Evrunni.

 

Það er hins vegar ljóst að ef við gengjum í ESB að þá þyrftum við að fara með okkar kröfur í aðildarviðræður og fæstar þeirra fengjum við í gegn nema sem tímabundna aðlögun.

Sumt að því sem við þyrftum að fá undanþágu fyrir eru grundvallaratriði í ESB, svo sem yfirráð yfir fiskimiðunum.

En ef það er fyrst og fremst Evran sem við viljum. Af hverju semjum við þá ekki um aðild að myntbandalaginu, sem er bandalag um sameiginlegan gjaldmiðil.

Nokkur Evrópsk smáríki hafa samning við ESB um notkun á Evrunni án aðildar. Þó okkar forsendur séu svo lítið öðruvísi að þá erum við aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og því ætti að vera hægt að semja um þetta. Það munar engu fyrir ESB þó við fengjum aðild að myntbandalaginu og varla hafa þeir miklar áhyggjur af fordæminu þar sem aðeins tvö önnur lönd eru í EES.

 

Það eru hins vegar ráðandi aðilar á Íslandi sem vilja ekki einu sinni skoða þennan möguleika. Þeir vilja stilla málinu þannig upp að það sé annaðhvort allt eða ekkert. 


mbl.is Juncker: Einhliða upptaka evru ekki skynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 685

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband