Leita í fréttum mbl.is

Ný tegund stjórnmála: Frestunarstjórnmál

Það er að verða aðal merki núveranda meirihluta í borginni að taka ákvarðanir um að taka ekki ákvarðanir.

 

Í raun byrjaði þessi sirkus á því að stærsta atriðið á "málefnasamningi" meirihlutans var að ákveðið var að taka ekki ákvörðun um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri.

Svo þegar REI skýrslan kom út og Villi laug um borgarlögmann að þá ákváðu borgarfulltrúarnir að tala ekki við fjölmiðla -undir nafni.

Hins vegar var greinilegt að margir vildu að hann axlaði ábyrgð á klúðrinu sínu og sett var pressa á hann að svara því hvað hann ætlaði á gera. Og eftir mikla bið í Valhöll, eftir að aðrir borgarfulltrúar höfðu flúið út um kjallarann, að þá tilkynnti Villi að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti tíma til þess að hugsa sig um hvort hann ætlaði að vera borgarstjóri.

Svo fer fólk að spyrja sig hversu langan tíma hann þurfi og margt bendi jafnvel til þess að hann sé bara að bíða þar til málið gleymist. Þá fá meira að segja Sjálfstæðismenn nóg og formaðurinn gefur honum vikufrest til þess að taka ákvörðun.

Og loks kemur ákvörðunin, í formi yfirlýsingar til þess að endurtaka ekki hörmunguna við síðasta blaðamannafund, og hver er síðan ákvörðunin, jú að taka ekki ákvörðun fyrr en eitthverntíman seinna.

 

Það hefur mikið verið rætt um mismunandi stjórnmál; samræðustjórnmál og framkvæmdastjórnmál o.s.frv. og vildu Sjálfstæðismenn að þeir framkvæmdu í stað þess eyða tíma í að ræða hlutina.

Það er reyndar komið í ljós að þeir hefðu betur rætt málin aðeins áður en Villi fór í orkubrask en nú virðast þeir vinna eftir nýrri tegund stjórnmála sem kalla mætti frestunarstjórnmál 


mbl.is Niðurstaðan ekki eins skýr og ætla hefði mátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband