Leita í fréttum mbl.is

Á að krefjast afsagnar

Ingibjörg ætlar greinilega ekki að rugga ríkisstjórnar bátnum neitt út af þessu máli. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott því þarna er flokkurinn sem ég kaus að samþykkja alvarlega aðför af þrískiptingu valdsins, og ekki var staðan góð á því áður. Ekki veit ég hvort ég treysti mér til að kjósa þannig flokk aftur.

 

Samkvæmt stjórnskipun okkar er sjálfstæði dómstólanna mjög mikilvæg og forsenda þess að allir séu jafnir fyrir dómstólum. Þegar síðan sami stjórnmálaflokkurinn hefur skipað velflesta af þeim dómurum sem enn eru starfandi, að þá er það sérstaklega mikilvægt að aðeins sé skipað í dómarastöður á faglegum forsendum.

Það eitt að vafi leiki á um að faglegar forsendur ráði valinu getur skaðað sjálfstæði dómstólanna og þeir misst traust almennings.

 

Nú er það vissulega þannig á Íslandi að allir eru tengdir öllum og því geta ráðherrar oft lent í því að umsækjendur tengist flokki þeirra á ýmsan hátt. Viðurkennd er sú krafa að allir eigi að hafa sama möguleika á að hljóta opinbera stöðu og óneitanlega þýðir það líka að á fólk ekki að líða fyrir tengsl sín við stjórnmálaflokka.

Þetta setur ennþá meiri ábyrgð á ráðherra sem bæði þarf að virða rétt umsækjenda og hagsmuni hins opinbera, í þessu tilfelli dómstólanna.

Ef ráðherra ætlar að ráðherra að skipa mann sem er margtengdur eigin flokki að þá verður hann að geta sýnt fram á það að faglegar forsendur hafi ráðið för.

Jafnvel þegar ráðherra velur úr jafnhæfum umsækjendum að þá verður að vera tryggt að flokkstengslin ein ráði ekki hver er valinn.

 

Þegar ráðherra gengur þvert gegn mati óháðrar nefndar og velur flokksmanninn fram yfir 3 mun hæfari umsækjendur í stöðu dómara að þá er það einfaldlega aðför að sjálfstæði dómvaldsins. Það er engin önnur leið að horfa á það.

Hvort mat nefndarinnar hafi verið bindandi eða ekki skiptir hér engu máli. Skipunin er alveg jafn mikil aðför.

Þingmenn Samfylkingarinnar, ásamt minnihlutanum og þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hafa sterkari réttlætiskennd en "flokks-hlýðnis-kennd", ættu því að lýsa yfir vantrausti á settan dómsmálaráðherra og krefjast afsagnar hans úr ríkisstjórn.

Samfylkingin mundi eftir sem áður styðja stjórnarsamstarfið og minnihlutinn ætti að hafa heillindi til þess að reyna ekki að nota þetta til þess að sprengja stjórnina.  Þannig hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekkert val en að sætta sig við þetta.

 

Tilgangurinn væri samt sem áður alls ekki að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Tilgangurinn væri eingöngu sá að gefa út þau skýru skilaboð að flokksráðningar verði ekki liðnar, sérstaklega ekki í dómarastöður.

Ef ekkert er gert að þá getur vel farið svo að dómsstólarnir verði í eigum ákveðins flokks, ef ekki Sjálfstæðisflokks þá þeim næsta sem fær að halda dómsmálaráðuneyti samfleytt í lengri tíma. 


mbl.is Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband