Leita í fréttum mbl.is

Varhugarvert

Ég set alltaf fyrirvara við það þegar efni er haldið frá almenningi, jafnvel þegar tilgangurinn er góður. Ekki það að ég vilji að almenningur hafi aðgang að barnaklámi, alls ekki, en það vaknar spurningin hver á að stjórna því hvað fer í gegn og hvað ekki? Hver/hvað fer yfir fjölskyldualbúmið og úrskurðar hvort eitthvað þar sé ósæmilegt? Það er alveg ljóst að svona sía mun loka á fullt af efni sem ekki tengist barnaklámi á nokkurn hátt, vegna þess einfaldlega að svona síur eru langt frá því að vera fullkomnar.

Önnur ástæða fyrir því að svona síur eru varhugaverðar er sú að það mun ekki líða á löngu þar til rasistaefni og öfgatrúarsíðum verður bætt við það sem verður lokað á, því hverjum er jú ekki illa við rasista og öfgatrúarmenn. En þá erum við fyrst komin á verulega varhugavert stig ritskoðunnar því þá er byrjað að loka á skoðannir (þó það séu vissulega heimskulegar skoðannir) og þegar það er byrjað þá getum við alveg átt von á að falun gong og vitleysingarnir í Saving Iceland lendi líka á bannlistanum.

Þriðja ástæðan gegn svona síu er sú að barnaperrarnir munu nánast strax finna leið fram hjá henni. Þegar unglingar með of mikinn frítíma geta brotið upp hvaða þá afritunarvörn sem Hollywood og tónlistariðnaðurinn dettur í hug að setja á vörurnar sínar að þá sýnir það bara að það er ómögulegt að stoppa eitthvað með eitthverjum rafrænum búnaði.
Það er víst sagt að klámiðnaðurinn hafi verið hvað bestur í að nýta sér netið á nýjan hátt og á víst heiðurinn af "pop-up" gluggunum. Trúir eitthver því að sía komi til með að stoppa barnaperrana?

 

Mér lýst hins vegar stórvel á þennan rauða takka og t.d. mætti útfæra það þannig að hann kæmi sjálfkrafa upp á þeim síðum sem sían telur varhugarverðar.

Almennir notendur eru nefnilega öflugasta tækið á netinu í dag og saman hafa netverjar skrifað alfræðibækur, orðabækur, sagt fréttir frá ólíkum hliðum á heimsatburðum, skemmt hverjum öðrum með myndbandsbútum o.s.frv. Almennir netnotendur eru líka á móti barnaklámi og munu tilkynna það ef þeim er gert það kleift.


mbl.is Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvernig réttast er að taka á vandamálinu.

Ég er almennt á móti stýringu en stundum þarf hana. Þó svo að allir hafi ótakmarkaðan aðgang að netinu eru flestir ekki nægilega "netþroskaðir" til að passa sig sjálfir. Síðast í dag fékk ég 7x framsendan póst með öllum netföngunum frá og til allra þar sem sagt var að ég væri kaldlynd ef ég framsendi hann ekki því hver framsending þýddi pening inn á reikning sem stofnaður var til stuðnings slasaða barnsins sem myndin var af.

Ég fæ tilboð frá áskriftarvinningssíðum: Ég get unnið bíómiða eða eitthvað annað ef ég skrái mig og vini mína hjá einhverjum og geri síðuna að upphafssíðu. Ég er búin að skrá mig margoft og gera síður að upphafssíðum án þess að spá í það meira. 

Gagnvart netinu er ég eins og barn sem veit að það er hættulegt að fara yfir götuna en fer samt blint yfir. Ég hef ekki tíma eða orku til að setja mig inn í hugsanagang fólks sem vill skemma eða stela og er bara fegin ef einhver tekur að sér að passa mig.

Ég hef ekkert sérstakt að fela þannig að það mega vera upplýsingar til um mig. Ég veit svo sem ekki hvaða upplýsingar til viðbótar þeim sem eru nú þegar kyrfilega skráðar hjá ríkinu og bönkunum gætu verið athyglisverðar fyrir einhvern. Sennilega vantar bara að skrá hversu lengi ég sef.

Kristbjörg 29.11.2007 kl. 01:21

2 Smámynd: Ingólfur

Þá átt þú sjálfsagt að fá þér eitthvað tól sem passar að þú sendir ekki áfram svona keðjubréf og dreifir þar með netföngum allra vina þinna út um allan heim. Þetta tól þarf líka að passa að þú sendir ekki frá þér viðkvæmar upplýsingar.

Svona tól gætu líka foreldrar notað á tölvur sem börnin þeirra hafa aðgang að. Hins vegar eru þessi tól ófullkomin eins og þessi netsía sem fréttin var um og kemur því ekki í staðin fyrir að temja sér eitthverjar netreglur.

Persónulega tel ég mig nokkuð netþroskaðan og vil þess vegna ákveða sjálfur hvort ég treysti vef nægilega til að senda honum upplýsingar um mig.

Eins vil ég ekki að eitthver loki á 99 saklausa vefi vegna þess að 100. vefurinn á netþjóninum er eitthver barnaperrasíða sem er alveg ótengd hinum vefunum.

Ingólfur, 29.11.2007 kl. 01:51

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er sammála Kristbjörgu, en hvað er til ráða?Ég legg til að þú,  Ingólfur Harri bjóðir fram aðstoð þína við að ráða niðurlögum,( að því marki sem það er hægt) þessara netþrjóta. Hver einasta heiðarleg manneskja vill ekki svona ófreskjur inn á netið, að ég minnist nú ekki á fólk sem ekki hefur netþroska til að takast á við þessa hörmung.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 29.11.2007 kl. 07:41

4 Smámynd: Ingólfur

Ég er svo sem enginn sérfræðingur. En ég veit að það væri hægt, í samstarfi við fremleiðendur vafranna (IE, Firefox o.s.frv.) að nota svona síu þannig að hún lokaði ekki á neitt en kæmi með möguleikan á að tilkynna það ef efnið er í raun eitthver viðbjóður.

Ég er ekki í vafa um að allir aðrir en perrarnir mundu tilkynna það ef þeir rækust á eitthvað óeðlilegt. Eins gætu netverjar merkt efnið saklaust ef það er ekkert að því.

Þannig væru miljónir notenda stöðugt að bæta síuna, ábendingar um perrana kæmust til skila til yfirvalda og ekkert fordæmi fyrir ritskoðun á netinu gefið.

Ingólfur, 29.11.2007 kl. 13:57

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fyrirgefðu að athugasemdin mín kemur hér eins og della út úr kú, en ég get ekki orða bundist: Góð eru lokaorð þín á blogginu Baldurs!

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband