Leita í fréttum mbl.is

Enginn munur á áhrifaleysi Íslendinga

Geir segir að við munum verða áhrifalaus um gjaldmiðilinn ef við tökum upp Evru einhliða, en hvað hefðum við eiginlega mikil áhrif ef við gengum fyrst í ESB? Nákvæmlega engin. Við mættum þá ekki einu sinni kalla Evruna Evru því hún verður að vera kölluð Euro í öllum ESB löndunum.

Ekki það, við erum svo sem líka áhrifalaus um krónuna eins og sést á vaxtastiginu sem samt hefur engin áhrif. Við stjórnumst aðallega á útgáfu jöklabréfa.

Síðan er reyndar vel hægt að taka upp Evru með samningum við ESB en án aðildar.

Þannig fengjum við aðild að myntsvæðinu eins og sum önnur smáríki hafa fengið. Þetta hefur verið bent á af ýmsum sérfræðingum. ESB sinnar vilja hins vegar ekki hlusta á þetta því þeir vilja nota Evruna plata okkur í ESB.


mbl.is Geir H. Haarde: Að taka upp evru einhliða álitið veikleikamerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

ESB sinnar eru bara duglegir að benda á að ef við göngum í myntbandalag evrópu, auk þess að vera í EES og Schengen, þá erum við mögulega orðinn meiri aðili að Evrópusambandinu heldur en Bretland sem er ekki með í Schengen og myntbandalaginu.

.

Það er enginn að reyna plata neinn, en þegar það er að verða ekkert eftir til að semja um ef við göngum í Evrópusambandið því við erum að verða aðilar að öllu - afhverju göngum við þá bara ekki alla leið!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 29.9.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Ingólfur

Það er nú stór munur á því að handvelja það sem passar okkur eða að skuldbinda okkur til að hlýða öllu um alla framtið.

Ingólfur, 29.9.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband