Leita í fréttum mbl.is

Æskilegar og óæskilegar heimasíður

Mér finnst það nú ansi athugavert að framhaldsskóli ákveði fyrir nemendur sína hvað sé æskilegt efni og hvað ekki og hvaða afþreyingu má stunda og hverja ekki, sérstaklega þar sem heimavistin er heimili í raun nemendanna.

Netleikir er ekki bara af hinu slæma og oftast eru það félagar sem eru að spila saman og á meðan að hafa samskipti sín á milli. En þeir sem fara í heimavist fá ekki að taka þátt.
Einnig veit ég ekki til þess að sprengjugerð framhaldsskólanema hafi verið eitthvað vandamál þó þeir hafi haft óritskoðaðan aðgang að netinu.

 Svona síur eru alltaf ónákvæmar og ekki ósennilegt að þær loki einnig á allt fræðsluefni um "Big Bang"

Auðvitað er það slæmt ef nemendur eru ekki að sinna náminu vegna tölvufíknar en það þarf önnur úrræði gegn því. Tölvufíklar finna sér alltaf leið framhjá eins og aðrir fíklar og svo hafa ófáir fallið á önn án nettengingar.


mbl.is Reyna að stemma stigu við netleikjum á heimavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Rétt er að heimavistirnar eru heimili nemenda. Í tilfelli FSu geta þeir sem eru á heimavistinni keypt sér ADSL hjá netþjónustu ef þeir vilja.  Aðgangur að skólanetinu er aftur á móti innifalinn í leigunni og því nýta flestir ef ekki allir þann möguleika.  Öll notkun skólanetsins - eins og annarra neta, og frístundanotkun er þar ekki undanskilin, veldur óhjákvæmilega álagi og kostnaði af einhverju tagi. Markmið þessara skólastofnana eru skýr í lögum, þ.e. þær eiga að stuðla að menntun og því er erfitt að sjá forsendur fyrir því að þær eigi einnig að verja rekstrarfé sínu í að tryggja fólki afþreyingu í frítíma - sér í lagi ef þeir sem slíka afþreyingu kjósa geta nálgast hana á eigin vegum og á eigin kostnað.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 29.3.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband